Skiptinemar á vegum Rótarý
Ungmennastarf Rótarý er eitt af mikilvægustu verkefnum hreyfingarinnar á alþjóðavísu. Eitt af þessum verkefnum er skiptinemastarfið. Íslenska rótarýumdæmið tekur þátt í þessu starfi með því að taka á móti og senda skiptinema milli landa. Þessi starfsemi er liður í alþjóðlegu friðarstarfi hreyfingarinnar. Hér eins og í svo mörgu starfi Rótarý eru klúbbarnir í lykilhlutverki því að þeir senda skiptinema og taka á móti erlendum nema á sama tíma. Umsóknarfrestur fyrir komandi ár er til 1. desember nk. og frekari upplýsingar er að finna hér.