„Byggjum brýr - tengjum fólk“ einkunnarorð næsta umdæmisstjóra

Fræðslumót fyrir viðtakandi embættismenn Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi laugardaginn 10. mars. Þar voru komnir til þátttöku fulltrúar rótarýklúbbanna um land allt. Var víða komið við í fræðslu um störf Rótarý og ábyrgð og skyldur þeirra sem hafa verið valdir til forystu á næsta starfsári. Verðandi umdæmisstjóri Garðar Eiríksson, Rkl. Selfoss, stjórnaði fræðslumótinu og flutti ávarp í upphafi þess sem fjallaði um mörg brýnustu viðfangsefni Rótarý og stefnumál næsta starfsárs. Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning