Skráning í golfmót Rótarý er hafin
Nú er byrjað að skrá þátttakendur í hið árlega golfmót rótarýklúbba á Íslandi, sem haldið verður á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti þann 26. júní 2014. Rótarýklúbbar eru beðnir um að upplýsa rótarýfélaga um mótið og hvetja til góðrar þátttöku. Vonast er til að þátttakendur verði víða af landinu. Rótarýkl. Reykjavík-Breiðholt sér um mótið.