Fjölbreyttir viðburðir í tilefni Rótarýdagsins á morgun

Undirbúningur fyrir Rótarýdaginn laugardaginn 27. febrúar n.k. stendur nú sem hæst. Yfirskrift dagsins er „Fjölmenning“. Áhersla er lögð á að dagskráin höfði til almennings og þá ekki síst þeirra sem flust hafa til Íslands hin síðari ár. Einnig verður tækifærið notað til að varpa ljósi á starf rótarýklúbbanna á Íslandi og hin merku viðfangsefni sem Rótarýhreyfingin innir af hendi á sviði mannúðar- og menningarmála um heim allan. Í því skyni birtast greinar og fréttir í dagblöðum og héraðsfréttablöðum.

Rótarýklúbbarnir þrír í Kópavogi hafa í tilefni dagsins staðið að sölu á rótarýtertu til styrktar Rótarýsjóðnum. Terta með rótarýmerki og fylgiblaði með kynningu á Rótarý er seld klúbbfélögum og almenningi. Klúbbfélagar bjóða upp á tertuna á vinnustöðum eða á öðrum vettvangi og kynna Rótarý. Ágóði af sölu tertunnar rennur í Rótarýsjóðinn. Myndina tók Marteinn Sigurgeirsson þegar terturnar voru afhentar á fundi hjá Rkl. Borgum. 

Lesa dagskrá Rótarýdagsins hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning