Velheppnað fyrsta skákmót Rótarý
Fyrsta skákmót Rótarý á Íslandi fór fram á Grand Hótel í Reykjavík sl. mánudag 7. apríl. Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt hafði frumkvæðið að skipulagi og framkvæmd þess. Sextán Rótarýfélagar tóku þátt í mótinu, sem stóð í rúmar tvær klukkustundir að loknum rótarýfundi. Á dagskrá hans voru frásagnir stórmeistaranna Friðriks Ólafssonar og Helga Ólafssonar af kynnum þeirra af Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistara. Rótarýskákmótið tókst prýðisvel og verður væntanlega árlegur viðburður. Sigurvegari mótsins var Jóhann Hjartarson, Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt.