Stórtónleikar og afhending styrkja í Hörpu

Hin árlegu tónlistarverðlaun Rótarý voru afhent á stórtónleikum sem haldnir voru í Norðurljósasal Hörpu sl. sunnudag, 3. janúar. Tvær ungar listakonur, þær Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóluleikari, og Sigrún Björk Sævarsdóttir, sópransöngkona, fengu styrki úr tónlistarsjóði Rótarý til framhaldsnáms,  að upphæð kr. 800 þús. hvor. Myndin var tekin við afhendingarathöfnina.  Á henni eru f.v. Magnús B. Jónsson, umdæmisstjóri Rótarý, Ásta Kristín Pjetursdóttir, Sigrún Björk Sævarsdóttir, og Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar tónlistarsjóðsins. Stórtónleikar Rótarý í upphafi nýs árs eru löngu orðnir glæsileg hefð í tónlistarlífinu. Lesa meira


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning