Farið yfir stöðuna á fundi "í hálfleik"
Umdæmisstjóri boðaði til fundar með forystumönnum nefnda á vegum rótarýumdæmisins þriðjudaginn 3. febrúar sl. Þar var gerð grein fyrir stöðu mála í hinum ýmsu málaflokkum sem undir nefndirnar heyra. Fram kom m.a. að rótarýklúbbarnir eru að undirbúa fjölbreytta dagskrá fyrir Rótarýdaginn 28. febrúar. Stofnun nýrra rótarýklúbba er í undirbúningi. Sex skiptinemar munu væntanlega fara til náms erlendis í haust. Sumarbúðir fyrir ungt fólk verða hér á landi í júní. Knútur Óskarsson, Rkl. Mosfellssveitar, hefur verið tilnefndur umdæmisstjóri 2017-2018.
Lesa meira