Rótarýskákmót og fróðleg frásögn á Hótel Sögu
Snjallir skákmenn úr rótarýklúbbum settust að tafli í góðum félagsskap á Hótel Sögu miðvikudagskvöldið 19. október sl. Áður en skákkeppnin hófst flutti Guðmundur G. Þórarinssson, fyrrum forseti Skáksambands Íslands, fræðandi og skemmtilega frásögn af undirbúningi heimsmeistaraeinvígis Bobby Fischers og Boris Spasski í Reykjavík árið 1972.