Fjölbreyttur setningarfundur umdæmisþings í Mosfellsbæ

Umdæmisþing Rótarý á Íslandi, hið 72. í röðinni, hófst með rótarýfundi í á vegum Rótarýklúbbs Mosfellssveitar föstudaginn 6. október sl., kl. 18. Bæjarstjórnin efndi til móttöku í hinum nýja golfskála bæjarins en síðan var fundur settur. Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri, setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Hann fagnaði sérstaklega Elizu Reid, forsetafrú, sem var aðalræðumaður fundarins, og einnig þeim Tom Thorfinnsson, sem er Bandaríkjamaður af íslenskum ættum, fulltrúi alþjóðaforseta Rótarý, og Mikko Hörkkö frá Finnlandi, fulltrúa norrænu rótarýumdæmanna. Þingstörf hófust kl. 9.15 á  laugardag í Framhaldsskólanum í Mosfellssveit. Þinginu lauk með kvöldverðarboði og "sveitaballi" í Hlégarði um kvöldið. Á meðfylgjandi mynd eru þau Eliza Reid, forsetafrú, og Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri, þegar Eliza hafði lokið ræðu sinni á rótarýfundinum. Lesa meira 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning