Rótarýsýning í Amtsbókasafninu á Akureyri
Rótarýklúbbur Akureyrar hefur nú í febrúar staðið fyrir glæsilegri ljósmyndasýningu í Amtsbókasafninu þar sem rakin er saga og hlutverk Rótarýhreyfingarinnar og klúbbsins á Akureyri sérstaklega.
Hermann Sigtryggsson, fyrrum íþróttafulltrúi, hefur starfað í klúbbnum í 53 ár og jafnan sýnt því mikinn áhuga að taka myndir af klúbbstarfinu við margvísleg tækifæri.