Rótarýklúbbur Ísafjarðar fagnaði 80 ára afmæli
Rótarýklúbbur Ísafjarðar fagnaði áttatíu ára starfsafmæli 20. október s.l. en hann var stofnaður 20. október 1937. Hátíðarfundur var haldinn á Hótel Ísafirði 21. október sl., þar sem mökum var boðið til kvöldverðar ásamt umdæmisstjóra Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, Knúti Óskarsyni og eiginkonu hans Guðnýju Jónsdóttur. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jóhann K. Torfason, forseti klúbbsins, Gísli Jón Hjaltason, sem var útnefndur Paul Harris-félagi á afmælisfundinum, og Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri. Lesa meira