Stórtónleikar Rótarý sunnudaginn 4. janúar 2015
Það eru óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, bassi, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, og loks fyrsti viðtakandi Tónlistarstyrks Rótarý, Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, sem munu heiðra rótarýfélaga og aðra gesti með magnaðri tónlistarveislu í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 4. janúar nk. Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Á tónleikunum fer einnig fram afhending Tónlistarverðlauna Rótarý sem veitt eru árlega. Stjórn Tónlistarsjóðs
Rótarý hefur ákveðið að verðlaunin hljóti að þessu sinni þau Baldvin Oddsson, tompetleikari og Sólveig Steinþórsdóttir, fiðluleikari. Lesa meira