Persónuleg gjöf til Rótarýsjóðsins
Rótarýsjóðurinn eða Rotary Foundation sem svo heitir á ensku skiptir máli. Íslenzkir rótarýfélagar kannast við Rótarýsjóðinn þó flestir leiði ef til vill hugann sjaldan að Rotary Foundation. Rótarýsjóðurinn er eitt mikilvægasta tæki Rotary International, sem saman stendur af rótarýklúbbum í heiminum. Sennilega er útrýming lömunarveiki stærsta einstaka verkefnið sem langflestir kannast við.