Verðlaun tónlistarsjóðs Rótarý afhent í Hörpu

Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítón, var í aðalhlutverki í dagskrá á sviðinu

Glæsilegir stórtónleikar Rótarý fóru fram í Norðurljósasal Hörpu í gær, sunnudaginn 7. janúar. Þar voru veitt hin árlegu verðlaun úr tónlistarsjóði Rótarý. Þau hlutu að þessu sinni Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran, og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari, sem ekki gat veitt verðlaununum viðtöku vegna námsdvalar vestanhafs. Á myndinni eru Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar tónlistarsjóðsins, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Álfgrímur Gunnar, bróðir Hrafnhildar Mörtu, og Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri. Dagskrá tónleikanna var hin fjölbreyttasta. Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítón, var í aðalhlutverki og söng lög eftir ýmsa höfunda, þar á meðal nokkrar óperíuaríur, við mikinn fögnuð áheyrenda. Verðlaunahafinn Jóna G. Kolbrúnardóttir kom einnig fram og hlaut frábærar undirtektir. Hún söng, m.a. dúetta úr óperum með Ólafi Kjartani. Meðleikari var Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning