Fræðandi og skemmtilegt umdæmisþing í Garðabæ
Garðbæingar heilsuðu rótarýfólki af öllu landinu á 69. umdæmisþingi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, sem haldið var sl. föstudag og laugardag í Vídalínskirkju og í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Rótarýklúbburinn Görðum undir forystu Eiríks Þorbjörnssonar, forseta klúbbsins, og Páls Hilmarssonar, formanns undirbúningsnefndar, hlaut einróma lof og þakklæti þinggesta fyrir prýðisgóðan undirbúning og glæsilega dagskrá.