Stórtónleikar Rótarý í máli, myndum .. og músík
Tónleikagestir voru greinilega í hátíðarskapi þegar þeir gengu í Norðurljósasal Hörpu síðdegis sunnudaginn 7. janúar til að vera viðstaddir hina árlegu stórtónleika Rótarý. Nú er komin góð hefð á þennan viðburð í lista- og menningarlífi landsmanna. Þetta var í 21. sinn sem blásið var til tónleika á vegum Rótarý.