Nýr áfangi rótarýmanna að minjavernd í Gróttu
Fyrir 35 árum tók Rótarýklúbbur Seltjarnarness að sér að gera við verbúðina í Gróttu, hina svokölluðu Albertsbúð, sem kennd er við Jón Albert Þorvarðarson, vitavörð í Gróttu á árunum 1931 til 1970. Í Albertsbúð fundar rótarýklúbburinn þrisvar eða fjórum sinnum á ári. Klúbburinn hefur einnig staðið að endurgerð bryggjunnar við Albertsbúð.