Kynning á Rótarýsjóðnum og starfi hans að mannúðarmálum

Rótarýsjóðurinn, Rotary Foundation, og fjármögnun verkefna rótarýklúbba og umdæma að mannúðarmálum víða um heim, voru til umfjöllunar á fundi sem Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri Rótarý, boðaði til sl. laugardag. Þrír leiðbeinendur frá Norðurlöndunum, þau Ingrid Grandum Berget og Bjørn Aas frá Noregi og Helge Andersen, Danmörku, sögðu frá árangursríku starfi Rótarýsjóðsins að velferðarmálum víða um heim, framtaki einstakra rótarýklúbba og samstarfi klúbba um verkefni og fjármögnun þeirra. Rótarýsjóðurinn veitir mótframlög i ýmsum tilvikum þegar rótarýklúbbar helga sig viðfangsefnum í mannúðarmálum, m.a. stuðningi við friðarstarf, ýmist á eigin vegum eða í samvinnu við aðra klúbba. Íslenska rótarýumdæmið og nokkrir rótarýklúbbar hérlendis hafa tekið þátt í slíkum samstarfsverkefnum með klúbbum í öðrum löndum. Umdæmisráð hefur hug á að kanna leiðir til að efla enn frekar þennan þátt í starfi Rótarý á Íslandi með virkri aðkomu rótarýklúbbanna.



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning