Verðandi umdæmisstjóri kynnti stefnu sína á fræðslumóti

Minnt var á að Rótarýdagurinn verður haldinn 6. maí n.k.

Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur“ verður þema Knúts Óskarssonar, næsta umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi. Undirtitillinn verður: „Framtíð barna í flóknu samfélagi“. Knútur tilkynnti þetta á fræðslumóti með verðandi embættismönnum rótarýklúbbanna. Hann sagði sjálfsmynd barna og unglinga í auknum mæli byggða á samfélagsmiðlum þar sem ákveðið ofbeldi getur átt sér stað, er veldur kvíða og hugarangri. Samskipti sem að stórum hluta fara fram í miðlunum efla ekki hæfileikana til eðlilegra samskipta augliti til auglitis. Knútur sagði að hann myndi taka þetta málefni til umfjöllunar í heimsóknum sínum til rótarýklúbbanna í haust, ásamt því að hvetja þá til að hafa það á dagskrá á fundum. Einnig verður það rætt á umdæmisþinginu í október. Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning