Mikilvægur árangur í baráttunni gegn lömunarveiki

Engin ný lömunarveikitilfelli hafa komið fram í Nígeríu á undanförnu ári. Þetta markar þáttaskil í baráttuni við sjúkdóminn í Afríku og gefur vonir um útrýmingu hans í álfunni áður en langt um líður. Er það mikil breyting frá því ástandi sem ríkti fyrir áratug, þegar rúmlega 12000 ný tilfelli voru skráð á einu ári. Rótarýfólk um heim allan hefur lagt fram 688,5 milljónir Banadaríkjadala til baráttunar gegn lömunarveiki í Afríku, þar af um 200 milljónir til aðgerða í Nígeríu. Í tilefni af þessum gleðilega árangri hafa alþjóðaforseti Rótarý og stjórnarformaður Rótarýsjóðsins sent út umburðarbréf um stöðu málsins. Efni þess í heild birtist hér.  

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning