Glæsilegir stórtónleikar Rótarý í Hörpu


Tónlistarverðlaun Rótarý voru afhent á stórtónleikum Rótarý, sem í ár voru haldnir fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 4. janúar sl. Þau sem hlutu verðlaunin í ár eru Baldvin Oddsson, trompetleikari og Sólveig Steinþórsdóttir, fiðluleikari, sem bæði eru 19 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau náð langt í námi, unnið til verðlauna hér á landi og erlendis og hafa getað valið um þá skóla sem þau sækja. Á myndinni  sem tekin var við afhendingu verðlaunanna eru Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Tónlistarsjóðs Rótarý, Sólveig Steinþórsdóttir, Baldvin Oddsson, og Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý.

Lesa meira.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning