Dagskrá umdæmisþingsins í Mosfellsbæ 6. og 7. október n.k.
Umdæmisþing er uppskeruhátíð okkar Rótarýfélaga og bæði gott og gagnlegt að hittast.
72. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Mosfellsbæ dagana 6. og 7. október 2017. Það er okkur félögunum í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar sönn ánægja að bjóða ykkur ásamt mökum innilega velkomin á þingið og við vonum að þið eigið ánægjulega heimsókn í Mosfellsbæ þessa haustdaga. Dagskrá þingsins hefur verið breytt og hefst dagskrá síðdegis á föstudegi í nýja Golfskálanum Kletti. Þá verður móttaka á vegum Mosfellsbæjar, þingið verður sett og Rótarýfundur í framhaldinu. Ræðumaður á Rótarýfundinum er Eliza Reid forsetafrú. Lesa meira