"Vörpum ljósi á Rótarý" einkunnarorð 2014-2015
Einkunnarorð Rótarý á Íslandi á næsta starfsári, sem hefst hinn 1. júlí verða „Vörpum ljósi á Rótarý“. Guðbjörg Alfreðsdóttir, næsti umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, kynnti þetta fyrir verðandi forsetum og riturum klúbbanna, sem sátu fræðslunámskeið sl. laugardag. Það var Eiríkur H. Sigurðsson, félagi í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar og formaður útbreiðslunefndar umdæmisins, sem gerði tillögu um þessa þýðingu á einkunnarorðum næsta alþjóðaforseta Rótary, Gary C.K. Huang frá Tævan, "Light Up Rotary".