Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar, héldu dagskrá sína í tilefni af Rótarýdeginum á Hornbrekku, heimili aldraðra í Ólafsfirði.
Uppleggið var að kynna rótarýhreyfinguna, klúbbinn og að veita innsýn í hefðbundinn rótarýfund.
Samkoman hófst á því að Elísa Rán Igvarsdóttir forstöðumaður heimilisins bauð gesti velkomna og gaf svo forseta Ave Kara Sillaots orðið og setti hún fund og fór yfir hvað í vændum væri. Næsta mál á dagskrá var inntaka nýs félaga, sem er Ingvar Ágúst Guðmundsson fyrir starfsgreinina ,,Málarameistari“ og fór það eftir settum reglum. Ingvar var boðinn velkomin í klúbbinn með sterku lófataki.
Lesa meiraÞað hefur ekki verið lognmollan í kring um rótarýfélaga undanfarið, frekar en fyrri daginn.
Síðasti fundur var vinnufundur í Pálshúsi, en Pálhsús er safnahús Ólafsfirðinga sem verið er að gera upp. Neðri hæðin var gerð upp á síðasta ári og var hið stórmerka náttúrugripasafn Ólafsfirðinga flutt þangað, ásamt ýmsu öðru sem á eftir að koma fyrir.
Það er fyrirliggjandi á næstu mánuðum að gera upp efri hæðina og koma þar upp ýmsum sýningum, þegar því verður lokið.
Lesa meiraÞann 6. janúar lýkur jólunum og er þá víða miðað við að taka ljós sem tilheyra jólahátíðinni úr sambandi.
Þannig er það með krossana og jólatréð í kirkjugarðinum, en kannski ekki alveg nákvæmlega þann dag, heldur er gjarnan horft til hvernig stendur á helgi. Eins og t.d. núna, en það hefur verið ákveðið að slökkva sunnudagskvöldið 7. janúar.
Það eru því að verða síðustu forvöð fyrir síðuritara að fjalla um krossana að sinni og vill hann gjarnan koma smá fróðleik um krossana að, ásamt myndum.
Lesa meiraEftirfarandi samantektir bárust umsjónarmanni síðunnar nú á dögunum.
Þar er farið yfir sögu ljósanna í kirkjugarðinum.