Fréttir

29.2.2016

Rótarýdagurinn

Haldinn á Kaffi Klöru s.l. laugardag.

Rótarýdagurinn var haldinn hátíðlegur s.l. laugardag, í samstarfi Rótárýklúbbs Ólafsfjarðar og Kaffi Klöru.  Klúbbmeðlimir voru á kaffihúsinu með kynningargögn úr starfi klúbbsins til sýnis.

Rótarýdagurinn var haldinn hátíðlegur s.l. laugardag, í samstarfi Rótárýklúbbs Ólafsfjarðar og Kaffi Klöru.  Klúbbmeðlimir voru á kaffihúsinu með kynningargögn úr starfi klúbbsins til sýnis.  Auk þess að vera með ógrynni útprentaðra ljósmynda sem Svavar B. Magnússon hefur tekið og eru úr starfi klúbbsins s.l. áratugi. 

Tónlinstarkennararnir og Rótarýmeðlimirnir Ave Kara Sillatos og Magnús G. Ólafsson léku létt lög frá ýmsum þjóðlöndum.  Lára Stefánsdóttir fyrrverandi forseti las ljóð og ýmislegt fleira var gert til skemmtunar.

Einmuna blíða og fallegt veður var í Ólafsfirði þennan dag og mikið um að vera í íþróttalífinu, þrátt fyrir það, eða e.t.v. þess vegna kom fjöldi fólks við á Kaffi Klöru  og kynnti sér starfsemi Rótarýhreifingarinnar og fékk sér meðlæti upprunnið úr ýmsum heimshornum , með sopanum.  Gestirnir  voru frá ýmsum þjóðlöndum eins og vera ber á þessum degi, bæði heima og aðkomufólk.

Bæði rekstraraðilar kaffihússins og forsvarsmenn Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar erum mjög ánægð með hvernig tókst til.