Ljósmyndauppsetning.
Rótarýmenn í Ólafsfirði eiga úti-ljósmyndasöfn sem þeir setja gjarnan upp á sumrin í miðbænum og í dag fóru nokkrir félagar í slíka uppsetningu.
Eiit þessar safna er nefnt „Leiftursævintýrið“ og er frá þeim tíma sem Knattspyrnudeild Leifturs spilaði í úrvaldsdeild KSÍ. Það var sett upp á nýjan og fjölfarin stað þ.e.a.s. á timburveggi við Íþróttahúsið og sundlaugina. Myndir þessar tóku ýmsir ljósmyndarar og er hluti þeirra stækkaðar blaðaúrklippur.
Þá var einnig sett upp safn á og við Menningarhúsið Tjarnarborg. Það safn er nokkurskonar ratleikur um bæinn og fjörðinn. Í því eru myndir af óvenjulegum stöðum og á myndunm er varpað fram spurningum, sem er þess virði að vita svörin við.
Að auðga mannlífið í bænum og vekja athygli gesta á því sem gaman er að skoða, er það sem vakir fyrir klúbbnum með uppsetningu þessara myndasafna.
Í heildina voru tæplega 60 myndir settar upp og var keppikeflið að hafa lokið uppsetningunni þegar sjómanndagshelgin gengi í garð, en þá er að jafnaði mikil hátíð í Ólafsfirði og margt um manninn.
Það er reyndar eitt safn enn óuppsett að sinni, en það safn sýnir hamfarir þær sem urðu í fjallshlíðinni rétt ofan byggðar í ágúst 1988 og skemmdir og eyðilegginuga sem urðu í þeim atburði.
Þá runnu strórar aurskriður niður hlíðina yfir garða og að húsum á brekkunni og reyndar alveg niður í miðbæ. Ef þær myndir verða ekki dregnar fram í sumar, verður það örugglega gert á næsta ári en þá verða liðin 30 ár frá aurskriðunum ógnvænlegu.
Texti og myndir:
K.Haraldur Gunnlaugsson