Fréttir
  • Olíuerindi

23.12.2016

Erindi kvöldsins 22.des.  2016; þjónustuskip olíuborpalla.

Sigurður Svavarsson vélstjóri  kynnti fyrir klúbbfélögum störf þau sem hann hefur unnið undanfarin ár, sem vélstjóri  á þjónustuskipum við olíuiðnaðinn.  Sagði hann ítarlega frá þessum skipum, búnaði og slíku, vinnunni um borð og ýmsu fleiru, auk þess að sýna mikið af ljósmyndum og einnig reyndar líka af lifandi myndum af vinnu á hafsbotni.

Fram kom hjá Sigurði að þrjár gerðir  af skipum væru notaðar við þjónustu við olíuborpalla.  Stór dráttarskip sem draga borpallana á milli svæða eða til hafna í viðhald.  Það er stór og sterkleg skip með óhemju stórar vélar,  nokkrar aðalvélar í hverju skipi.  Vírar sem notaðir eru í þessa dráttarvinnu eru t.d.  76 mm að ummáli.Þjónustuskip olíuborpalla

Þjónustuskip, sem eru eiginlega vörubílar hafsins,  sinnna pöllunum með ýmiskonar aðföng sem þarf að fá úr landi.  Má þar nefna vatn  og ýmsar rekstrarvörur.  Matvæli og slíkt fyrir 250 mann sem er ekki óalgengur fjöldi starfsmanna á hefðbundnum  olíuborpalli.

Þriðja gerðin er róbótaskip, en það eru skip sem búin eru róbótum sem sendir eru niður á hafsbotn í vinnu sem þarf að frakvæma þar.  Mest er það um viðhaldsvinnu að ræða, eins og að skipta um lagnir og fleira á hafsbotninum.   Sýndi Sigurður lifandi myndir af viðhaldsvinnu á 354  metra dýpi.Þjónustuskip olíuborpalla

Erindi Sigurðar var  framandi fyrir okkur landkrabbana í olíulausu landi og um leið mjög fræðandi.

Önnur dagskráratriði voru hefðbundin, nema að stjórnarkjör var á dagskránni.  Ný stjórn sem tekur við í byrjun sumarleyfis næsta sumar var kjörin og er þannig skipuð:

Ave Kara Sillaots forseti,  Þorsteinn Ásgeirsson verðandi forseti,  K.Haraldur Gunnlaugsson ritari,  Magnús Ólafsson gjaldkeri og Þormóður Sigurðsson stallari.


Texti:  K. Haraldur Gunnlaugsson.  Mynd með úrdrætti er af internetinu..  Tvær myndir í grein Sigurður Svavarsson.