Stjórnarskiptafundur.
Stjórnarskiptafundur var haldinn í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar fimmtudaginn 6. júlí í Menntaskólanum á Tröllaskaga, á síðasta fundi fyrir sumarfrí samkvæmt hefð.
Í byrjun var borðhald, en nokkrir framtakssamir félagar úr grillnefnd og fleiri nefndum höfðu útbúið fínan grillmat sem snæddur var.
Fundurinn var að öðru leiti nokkuð hefðbundinn framan af þ.m.t. að forseti setti fund og bauð gesti, sem voru makar klúbbfélaga, velkomna.
Eftir hefðbundna fundardagskrá var svo komið að stjórnarskiptunum. Fráfarandi forseti Haukur Sigurðsson fór lauslega yfir nýliðið starfsár, fór yfir helstu verkefni klúbbsins sem voru að mestu s.k.v. venju. Þar mátti heyra glöggt af gróskumiklu starfi klúbbsins. Þá tók Ave Kara Sillatos við forsetakeðjunni úr höndum fráfarandi forseta.
Tók Ave þar með við stjórn fundarins og klúbbsins að sjálfsögðu, kom m.a. fram í máli hennar hverjir væru með henni stjórn.
Nýja stjórn klúbbsins skipa: Ave Kara Sillatos, forseti, sem fyrr greinir, Þorsteinn Ásgeirsson, vara forseti, Gunnlaugur Jón Magnússon, gjaldkeri, K.Haraldur Gunnlaugsson, ritari, Þormóður Sigurðsson, stallari. Haukur Sigurðsson er svo sem fyrr getur fráfarandi forseti.
Magnús Stefánsson, einn af stofnfélögum klúbbsins, er enn starfandi og var ásamt eiginkonu sinni Helgu Stefánsdóttur meðal fundarmanna. Stóðu fundargestir upp og heiðruðu þau hjón fyrir störf þeirra með langvarandi lófaklappi.
En á meðal fyrstu embættisverka nýs forseta var að virkja skemmtinefnd klúbbsins og upphófst þá söngur mikill og fagur ásamt hljóðfæraslætti og stóð sú skemmtun örlítið fram eftir kvöldi.
Fyrsti eiginlegi fundur á nýju starfsári verðu svo þann 17. ágúst á hefðbundnum fundarstað, veitingahúsinu Höllinni kl. 19:00.
Texti og myndir K.Haraldur Gunnlaugsson.