Fréttir
  • Tónleikar í kirkju

10.11.2011

Tónleikar á vegum Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar

Tónleikarnir voru til eflingar barnastarfi Ólafsfjarðarkirkju og Rótarýsjóðs Pólíó Plús.


Tónleikar í kirkju

Tónleikar Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar
til eflingar barnastarfs Ólafsfjarðarkirkju
og til Rótarýsjóðsins
verða í Ólafsfjarðarkirkju

fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20:00

 

 

Tónleikar til styrktar pólíó plús verkefninu, í baráttu gegn lömunarveiki og til styrktar og eflingar á barnastarfi Ólafsfjarðarkirkju. Á tónleikunum koma fram börn úr kirkjuskólanum, nemendur og kennarar Tónskóla Fjallabyggðar, fjöldasöngur og margt fleira skemmtilegt. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína.

 

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar

Rótarýklúbbar heimsins eru u.þ.b að vinna kraftaverk. Þeim hefur tekist að útrýma 99% af lömunarveiki í heiminum.  Einungis eitt prósent er eftir og það prósent skiptir öllu máli.

Rótarýhreyfingin hefur þegar bjargað milljónum barna og með sameiginlegu átaki tekst hreyfingunni að útrýma þessum skaðvaldi.

-        Þegar Rótarýhreyfingin hóf verkið 1988 var lömunarveikin landlæg í 125 löndum

-        Árið 2007 lýsti WHO því yfir að veikinni hafi verið útrýmt í Ameríku, Evrópu og vestur Kyrrahafslöndum

-        Nú er lömunarveikin aðeins landlæg í 4 löndum: Afganistan, Pakistan, Indlandi og Nígeríu. Þetta eru landfræðilega og menningarlega erfið svæði.

-        Ef við hættum nú getur vírusinn breiðst út um allan heim

 

Barnastarf  Ólafsfjarðarkirkju
                  Í Ólafsfjarðarkirkju er Kirkjuskóli á sunnudögum kl. 11:00. Börnunum eru sagðar biblíusögur

og þau syngja mikið. Þetta eru ljúfar og góðar morgunstundir fyrir alla fjölskylduna.
-                 Kátir krakkar – starf fyrir 9 til 12 ára í samstarfi við KFUM og K.
-                 Biblíufræðsla, leikir og samvera. Tekið er þátt í TTT-mótum á vegum prófastsdæmisins.
-                 Mömmumorgnar eru á fimmtudögum kl. 10:00. Í nóvember verður kynning á Krílasálmum.

 

Aðgöngumiðar: Fullornir 1.500

                             Börn           500.

                                    Helmingur aðgangseyris rennur til Ólafsfjarðarkirkju og hinn í Rótarýsjóðinn.

                             Einnig verður tekið við frjálsum framlögum í þágu góðs starfs