Fréttir
  • Fundur númer 3.000 frá stofnun klúbbsins.

13.1.2017

Fundur númer 3.000 frá stofnun klúbbsins.

Líkt og búið var að nefna hér á vefsíðunni var komið að 3.000-asta fundi klúbbsins og var hann haldinn hátíðlegur á hefðbundnum fundarstað og á hefðbundnum fundartíma í gærkvöldi,  fimmtudaginn 12. janúar.

Nánast allir félagar mættu og voru langflestir makar  með , þannig að úr varð fjölmennur og góður fundur.

Forseti Haukur Sigurðsson setti fund og fór svo fljótlega í að taka inn nýjan félaga, en það var sem sé einn af dagskrárliðum kvöldsins.     Fór Haukur yfir markmið Rótarý,  tilmæli hreyfingarinnar og annað sem tilheyrði.  

Fundur númer 3.000 frá stofnun klúbbsins.Að lokum nældi  forseti Rótarýbarmmerki í nýja félagann.  Inntaka hans var svo staðfest af klúbbfélögum með langvarandi lófaklappi.  Nýi félaginn er Kristján Ragnar Ásgeirsson og er hann fyrir stafsgreinina:  Fjármálastjórn.  Mikill fengur er fyrir klúbbinn að fá ungan og hressan mann til liðs við klúbbinn.



Gengið var til borðhalds og dagskrá svo fram haldið:  Fréttabréf, kvæði kvöldins og að lokum var orðið gefið laust.  Þá steig í pontu Gubjörn Arngrímsson og bar fram tillögu um að fréttabréf klúbbsins yrði komið á rafrænt form og frá þeim gengið þannig að þau yrður aðgengileg í snotrum möppum, í Pálshúsi – safnahúsinu sem verið er að koma upp í bænum  og e.t.v. til notkunar á vefsíðu klúbbsins. Fundur númer 3.000 frá stofnun klúbbsins. Það hafa verið skrifuð vikuleg fréttabréf í klúbbnum,  nánast frá upphafi – sennilega frá 1957 og eru þau öll til á bókum og í lausblaða möppum. Giskað var á að fjöldi bréfa eða vikna sem fréttirnar ná yfir gætu verið í kring um 2.700.  Það er ljóst að um ómetanlegar heimildir er fyrir sögu þessa samfélags að ræða.

Kom fram að búið er að skanna  eitthvað af bréfum, en samþykkt tillögunnar fól það í sér að verkið yrði klárað og komið skikk á það.  Tillaga þessi var sem sé samþykkt og það með öllum greiddum atkvæðum.

 

Einn af stofnfélögunum;   Magnús Stefánsson var viðstaddur ásamt konu sinni Helgu Eðvaldsdóttur.  Heiðruðu fundarmenn þau hjón, með því að standa upp fyrir þeim og klappa hraustlega.    Fundur númer 3.000 frá stofnun klúbbsins.Magnús er búinn að vera einn af burðarstoðum klúbbsinns alla tíð frá 1955, eða í tæp 62 ár og voru menn að geta sér þess til að líklega væri hann búinn að sitja 2.700 – 2.800 rótarýfundi, en það hlýtur að vera einsdæmi.


Fundur númer 3.000 frá stofnun klúbbsins.Skemmtinefnd og hljóðfæraleikarar klúbbsins voru virkjaðir og var staðið fyrir fjöldasöng og einhverju sem mætti ef til vill nefna „söngleik“  með þátttöku lagvissra og laglausra félaga.  Sá söngleikur vakti lukku viðstaddra, einkum þó söngur laglausu félaganna.

Fljótlega eftir sönginn fór svo fólk að tínast til síns heima – allir ákaflega sáttir.

Myndir og texti:  K.Haraldur Gunnlaugsson.