Fréttir

8.4.2017

Snjóflóðavöktun og hættumat.

Sveinn Brynjólfsson, sérfræðingur í snjóflóðarannsóknum á Veðurstofu Íslands, hélt erindi kvöldsins á fundinum 6. apríl.  Erindið byggðist í stuttu máli á snjó og þeim hættum sem honum eru samfara, einkum þó í byggð og á vegum.
Sveinn sagði frá menntun sinni, starfi sínu og fór vel og vandlega yfir þau verkefni sem hann sinnir daglega, sem og öðrum sem sinnt er af og til. Skýrði hann út og sagði frá upplýsingaöflun sem svo er grunnur af ýmsum útreikningum, t.d. fyrir styrk snjóalaga.
Í erindinu sýndi hann fjölmargar ljósmyndir og ýmis kort. Má þar nefna myndir af snjóflóðum, störfum snjóflóðaeftirlitsmanna, úrkomukort, hættumatskort og fleira.

Umfjöllun Sveins var í stærstum dráttum um staði hér yst á Tröllaskaganum, enda af nóg af stöðum á þessu landssvæði, sem þarf að hafa augun með varðandi snjóflóð í byggð og á vegum eins og fyrr segir, einkum er það vegurinn við yfir Ólafsfjarðarmúla sem getur verið varasamur. 
 Í erindinu kom fram hverning hættumat fyrir veginn er framkvæmt og skýrði hann það mjög vel út með ljósmyndum. Þá fjallaði hann um aðkomu Vegagerðirnnar og lögreglu að slíkum málum.Varðandi sjófljóðahættumat í byggð, fjallaði hann m.a. um rýmingar á íbúðum og hvernig bygging snjóflóðavarnagarða hefur breytt þeim úrræðum. Siglufjörður er gott dæmi um það, en eins og fólk veit hefur á undanförnum árum verið byggðir þar varnar og leiðigarðar ásamt öðrum framkvæmdum til að fyrirbyggja snjóflóð í byggð. Í Ólafsfirði hefur einnig verið byggður varnagarður sem verja mun heimili aldraðra.

Sveinn svaraði spurningum  jöfnum höndum og var erindið hið fróðlegasta og ýmislegt sem þar kom fram sem ekki er til umræðu svona að öllu jöfnu eða á allra vitorði. Að sjálfsögðu var gerður góður rómur að erindinu og þökkum við Sveini fyrir komuna. 







Texti: K.Haraldur Gunnlaugsson. Mynd af Sveini; K.H.G, aðrar myndir og kort: Sveinn Brynjólfsson/Veðursofa Íslands.