Fréttir

20.11.2017

Stórafmæli stofnfélaga!


Í dag á eini eftirlifandi stofnfélaginn sem enn er í klúbbnum 90 ára afmæli,  hann Magnús Stefánsson.

Að þvi tilefni fóru nokkrir félagar til Magnúsar og færðu honum blóm  ásamt góðum kveðjum allra klúbbfélaga.

Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu hefur Magnús verið einn af burðarásum klúbbsins alla tíð frá stofnun árið 1955. 

 Líklegt er að ekki séu margir sem eru búnir að mæta á fleiri rótarýfundi en Magnús hefur gert.  

Gera má ráð fyrir að þeir geti verið allt að 2.700 – 2.800.   Magnús hefur alla tíð verið primus mótor í samfélagsstörfum þeim sem klúbburinn hefur sinnt,  t.a.m. eru þær ekki ófár stundirnar í kirkjugarðinum sem hann hefur sýslað við ljóskrossana um jól. 

 Hann mætir enn af og til á fundi og þau hjón Magnús og Helga láta sig aldrei vanta ef eitthvað stendur til.  

                                                                     Magnús með rótarýfélögum í dag.


Á ljósatendrunarstund í kirkjugarði 2016.


Færum við þeim hjónum bestu árnaðaróskir frá klúbbfélögum öllum og auk þess þakka fulltrúarnir sem fóru til þeirra í dag kærlega fyrir góðgjörðirnar og skemmtilega stund.  Megi þeim heiðurshjónum heilsast vel.

Afmælisdrengurinn við veisluborðið í dag.

Texti:  K.Haraldur Gunnlaugsson,  myndir K.Haraldur/Eðvald Magnússon.