Fréttir
  • Fróðlegt erindi

16.12.2016

Fróðlegt erindi á fundi 15.desember 2016.

2.997-undi  fundur Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar var haldinn í gærkvöldi 15. desember og var dagskrá í höndum Klúbbnefndar.   Hún hafði fengið til liðs við sig Björn Valdimarsson, sölustjóra Ramma hf.  En eins og flestir þekkja er Rammi hf. stórt sjávarútvegsfyrirtæki sem er með starfsemi á Ólafsfirði, Siglufirði og í Þorlákshöfn.  Framleiðsla fyrirtækisins er humar í Þorlákshöfn,  rækja á Siglufirði og svo eru gerðir út tveir frystitogarar.


Björn einskorðaði erindi sitt við sjófrystan þorsk og sagði frá:   Breska Fish and chips-markaðnum, samstarfsaðilum í sölu,  markaðssetnigu, ásamt ýmsu fleiru. Fróðlegt erindi Þá sagði hann frá þeim breytingum sem verða þegar nýr frystitogari – Sólberg ÓF 1, sem er í smíðum í Tyrklandi kemur í útgerð á fyrri hluta næsta árs..  Mjög fróðlegt myndskreytt erindi hjá Birni, sem var að sjálfsögðu mjög vel tekið.

Fróðlegt erindi


Fundurinn var að öðru leiti hefðbundinn og á meðfylgjandi myndum má sjá: Valdimar Steingrímsson  flytja kvæði kvöldsins, sem honum tókst vel upp með.  Aðrar myndir frá afurðakynningu Ramma hf..  í  Bretlandi..

Myndir og texti:K.Haraldur Gunnlaugsson