Fréttir

3.10.2017

Langur listi verkefna.

Eins og festum er eflaust  kunnugt vinna  rótarýklúbbar landins og heimsins að  ýmsum verkefnum, bæði í nærumhverfinu og verkefnum sem eru lengra í burtu. 

Stærsta verkefni rótarýhreyfingarinnar fram að þessu er væntanlega baráttan gegn lömunarveiki, en henni hefur svo gott sem  verið útrýmt.  

Önnur verkefni eru nær og á vefsíðunni roatary.is  má sjá eftirfarandi lista sem forvitnilegt er að renna yfir.  Á honum þekkjum við í Ólafsfirði nokkur atriði, en listi þessi er ekki tæmandi heldur eru þar dæmi um verkefni.  

Á listanum má sjá að rótarýfólk situr ekki auðum höndum þegar kemur að samfélaginu, en frásögnin af vefnum rotary .is er hér orðrétt:

Dæmi um verkefni rótarýklúbba

Rótarýklúbbar sinna fjölbreyttum verkefnum hér á landi og erlendis. Sum eru til skamms tíma en önnur til lengri tíma. Hér eru birt dæmi um verkefni sem íslenski rótarýklúbbar hafa verið að sinna.”

·         Aðild að hollvinarsamtökum

·         Aðkoma að bæjarhátíð ár hvert

·         Atvinnugreinakynning og málþing um mikilvæg og aðkallandi verkefni

·         Bókagjafir til útskriftanema grunnskóla

·         Brúargerð, göngubrúa

·         Bygging leikskóla í S-Afríku

·         Bæjarbúum boðið á jólahlaðborð

·         Gjöf í tækjasjóð hjúkrunarheimilis

·         Góðgerðarmál svo sem Konukot og gefum hlýju

·         Góðgerðarmál

·         Heilsugæsluverkefni í Afríku

·         Hreinsunarverkefni í samstarfi við sveitarfélag

·         Hvatningarverðlaun til eldhuga í bæjarfélagi

·         Landgræðsla

·         Lesið fyrir heimilisfólk hjúkrunarheimilis

·         Ljósakrossar á leiði í kirkjugarði og jólatré í garðinn

·         Málþing

·         Merkingar gönguleiða

·         Móttaka skiptinema

·         Nemendaverðlaun

·         Skipulagðar heimsóknir í aðra klúbba.

·         Skógrækt

·         Starfskynning ungmenna í 10. bekk

·         Stígagerð

·         Stuðningur við björgunarfélög

·         Stuðningur við börn með sérþarfir.

·         Stuðningur við eldri borgara og elliheimili

·         Stuðningur við endurhæfingardeild ungs fólks með geðrof

·         Stuðningur við Mæðrastyrksnefnd fyrir hver jól

·         Stuðningur við tónlistarskóla

·         Stuðningur við verndaðan vinnustað

·         Styrkir til líknarmála

·         Styrktartónleikar

·         Styrkur til fjölskylduhjálpar kirkjunnar

·         Styrkur til kórs eldri borgara

·         Styrkur til skákíþróttar í grunnskóla

·         Styrkur til sundmót

·         Styrkur til útskriftarnema

·         Umsjón með vatnspósti

·         Unglingamót í golfi

·         Uppsetning og rekstur klukku á áberandi stað í bænum

·         Uppsetning útsýnisskífu og viðhald

·         Varðveisla varða á gamalli þjóðleið

·         Verndari Krabbameinsfélags

·         Verndun minja

·         Viðhald á skíðastökkpalli

·         Viðhald og merking gamalla gönguleiða

·         Viðurkenning fyrir góðan námsárangur

·         Þjóðhátíðarsjóður

·         Örnefna merking

Þarna hefur rótarýfólk í Ólafsfirði lokið við að ganga frá leiðiskrossum í kirkjugarðinum, auk þess að hafa sett upp  jólatré og sett ljósaseríuna á það.