Fréttir

4.7.2015

Stjórnarskiptafundur Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar

Stjórnarskiptafundur i Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar var haldinn í gærkvöldi,  föstudagskvöldið 3. júlí í Menntaskólanum við Tröllaskaga.

Seinni ár hafa slíkir fundir verið haldnir þar, mökum klúbbfélaga boðið með.  Grillað hefur verið á útisvæði skólans, auk þess sem sungið hefur verið og spilað í fundarlok.

Í gærkvöldi var haldið í þær hefðir og áttu kúbbfélagar góða stund með mökum sínum sem fyrr segir.

Lára Stefánsdóttir fráfarandi forseti setti fund og stýrði framan af, flutti m.a. skýrslu fyrir nýlokið starfsár sem var merkilegt fyrir þær sakir að klúbburinn varð 60 ára þann 15. apríl s.l.  Þess var minnst á Rótarydeginum 28. febrúar s.l. eins og áður hefur komið fram.

Lára setti svo nýjan forseta Ásgrím Pálmason í embætti.  Fyrsta embættisverk hans var að virkja skemmtinefnd klúbbsins og upphófst þá söngur mikill og fagur sem stóð örlítið fram eftir kvöldi.

Í nýrri stjórn klúbbsins eru eftirtaldir:

Ásgrímur Pálmason  - Forseti.

Ave Kara Tonison – Varaforseti.

Haukur Sigurðsson – Ritari.

Gunnlaugur J. Magnússon – Gjaldkeri.

Guðbjörn Arngrímsson – Stallari

                                                                    Lára Stefánsdóttir – Fráfarandi forseti.

 

                                                                                                                                             Karl Haraldur Gunnlaugsson