Fréttir

18.11.2017

60 ára gamlar fréttir!

Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar hafa síðan skömmu eftir að klúburinn var stofnaður 1955, skipst á að skrifa vikuleg fréttabréf.  Að lang mestu leiti eru það  að fréttir úr Ólafsfirði, veðurfar, aflabrögð, uppskera, íþróttafréttir, menningarstafsemi ásamt fréttum úr atvinnulífinu sem eru fyrirferða mestar.  Það má þó segja að  allt mögulegt og ómögulegt af öðrum toga sé hægt að finna í þessum samtímaspegli sem bréfin eru.

Það var Sigurður Guðmundsson íþróttakennari sem bar upp þá tillögu á fundi að skrifaðar yrðu fréttir úr firðinum

Fyrsta fréttabréfið leit dagsins ljós 31. mai 1955 og var það Ásgrímur Hartmannsson sem það skrifaði og fylgir hér brot úr bréfinu:  „ Við höfum fyrir nokkru samþykkt þá tillögu Sigurðar Guðmundssonar Íþróttakennara, að skipta því niður á klúbbfélaga að skrifa niður fréttir fyrir hvert tímabil á milli funda og síðan var ákveðið að sú niðurröðun færi eftir stafrófsröð og því hefur mér verið falið að skrifa niður fyrsta frétta bréfið“  segir Ásgrímur í inngangi bréfsins.

Lengst af handskrifuðu félagar bréfin og má á meðfylgjandi myndum sjá rúmlega 60 ára gamalt bréf sem Magnús Stefánsson, allra reyndasti rótarýfélaginn ritaði, fyrir röskum 60 árum.


KHG