Fréttir

3.6.2016

Gestir frá Ungverjalandi á fundi klúbbsins

Í gærkvöldi fengum við ólafsfirskir rótarýmenn óvænt góða gesti á fund til okkar. Það voru rótarýmennirnir Dr. Lampe László og Jánor Velkey, frá Szent Gyögvi Albert rótarýklúbbnum sem er í Ungverjalandi.

Hressir karlar sem ferðast saman í fríum og finna sér nýtt land í hverri ferð til að stúdera og hitta rótarýfélaga. Þeir komu færandi hendi með göróttan drykk sem þeir segja rótarýmenn brugga, kalla hann Rótarýmjöð og reynist hann vera 52% að alkóhólstyrkleika.  Komu einnig með eitthvert þjóðarbrauð og tvær gerðir af pylsum sem borða á með brauðinu og svo var að sjálfsögðu skálað.

Þeir fengu að kynna klúbb sinn, starf þeirra og umdæmis þeirra og sýndu fjölmargar myndir af þeirra heimaslóðum og var sú kynning mjög áhugaverð.

Ásgeir Logi, sem var settur forseti í forföllum Ásgríms Pálmasonar, kynnti einnig klúbb okkar, hvað við gerum og   

kom m.a. inn á nemendaskipti, þar sem Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar hefur verið einn öflugasti klúbbur í gegnum árin í þeim málum, þó að hlé sé á því nú um stundir. Að lokum skiptust menn á klúbbfánum. Þetta var hin besta skemmtun og mikil tilbreyting.

                                                                                                                 Texti og myndir K.Haraldur Gunnlaugsson