Fréttir

28.11.2015

Jólin undirbúin.

Í morgun mættu nokkrir félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar að Aðalgötu 46 þeirra erinda að fella grenitré til að hafa í kirkjugarðinum fyrir og um jólin. Rétt er að taka fram að það var algjörlega í þökk húsráðanda þar. 

Í morgun mættu nokkrir félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar að Aðalgötu 46 þeirra erinda að fella grenitré til að hafa í kirkjugarðinum fyrir og um jólin. Rétt er að taka fram að það var algjörlega í þökk húsráðanda þar. 
Byjrað var á að saga nokkrar greinar neðst af trénu svo unnt urði að komast að stofni þess. Tréð var svo sagað og farið með það í Vélsmiðju Ólafsfjarðar þar sem það var snikkað til og að lokum voru seríur festar á það. 
Rótarýklúbburinn hefur í áratugi sett upp jólatré í kirkjugarðinum og er auk þess einnig með umsjón á ljósakrossum á leiðunum, enins og áður hefur komið fram á vesíðu klúbbsins.
Tréinu var svo að lokum komið fyrir í kirkjugarðinum miðjum og verður þar mikil umhverfisprýði. Kveikt verður á ljósum þess og krossunum n.k. fimmtudag 3. desember kl.20.