Fréttir

17.10.2015

Rafstrengur plægður niður í kirkjugarðinum.

Nokkrir félagar í Rótarýklúbbnun unnu við það í morgun að plægja niður jarðstreng til að auðvelda uppsetningu ljóasakrossanna um jólin.

Sem kunnugt er hefur Rótarýklúbburinn haft sem aðalfjármögnun undanfarin ár að setja upp og sjá um ljósakrossa á leiði í kirkjugarðinum í Ólafsfirði.  Auk þess sem hann hefur sett upp jólatré með lýsingu í miðjum garðinum í marga áratugi.Til að auðvelda uppsetningu á þessu og til að endurnýja það sem farið var að gefa sig var fyrrnefndur strengur lagður.  Reyndist þetta létt verk, þar sem notuð var til verksins dráttarvél sem útbúin hafi við með hníf eða slíku til að rista í jarðveginn.   Innan tíðar hefst svo hinn eiginlegi undirbúningur að því að koma ljósakrossunum fyrir.

Á myndinni eru frá vinstri:  K.Haraldur Gunnlaugsson, Ármann Þórðarson, Þorsteinn Þorvaldsson, Sigurjón Magnússon og Gunnlaugur J. Magnússon