Enn frekari jólaundirbúningur.
Í morgun mættu nokkrir klúbbfélagar að Hlíðarvegi 48, þeirra erindi að höggva grenitré sem seinna verður svo sett upp í kirkjugarðinum og þá verður komin á það falleg ljósasería.
Það þarf varla að taka fram að þessi gjörningur var framkvæmdur með góðu samþykki húseigandanna.
Byrjað var á því að senda einn félagann klifrandi með spotta í átta til himins eftir trénu endilöngu, en það var gert í því augnamiði að geta betur stjórnað falli þess.
Þorsteinn Þorvaldsson tók það verk að sér og fór létt með.
Því næst sagaði forsetinn í bolinn með keðjusög, en forsetinn var eini trésmiðurinn í hópnum þannig að verkaskipting var nokkuð sjálgefin. Eftir að sögin hafði gengið nokkra stund var togað hraustlega í tréð og féll það mjög nákvæmlega á fyrirfram ákveðinn stað. Þaðan var það svo dregið niður að nærliggjandi götu þar sem öflugt tæki náði í það.
Í kvöld verður það svo snikkað til, því komið því fyrir í standi og ljósin hengd á það og að lokum verður farið með það í kirkjugarðinn.
Það verður svo kveikt á ljósum þess í athöfninni sem verður í kirkjugarðinum á fimmtudagskvöldið 1. desember eins og áður hefur verið sagt frá.
Texti og myndir: K.Haraldur Gunnlaugsson.