Fréttir

16.2.2017

Síldarminjasafnið kynnt í erindi kvöldsins.

Það er Alþjóðamálanefnd klúbbsins sem hefur séð um erindi febúarmánaðar og  fékk hún Anitu Elefsen forstöðumann Síldarminjasafnsins á Siglufirði  til liðs við sig á fundinum í kvöld.

Sagði Aníta sögu safnsins; upphafinu og þróun þess, bæði hvað fjölda gesta varðar og eignir safnsins.  Í hverju starfsemin væri fólgin og ýmsu áhugaverðu sem hefur verið og er á döfinni.

Aníta fór ver yfir nýjustu eignir safnsins, en á síðustu árum hefur verið unnið að endurbyggingu svonefnds salthúss, sem er nokkuð gamalt hús sem flutt hefur verið á milli allmargra staða.  Það var upphaflega reist   í Rússlandi en hefur einnig verið flutt á milli staða á Íslandi og endar nú á Siglufirði sem geymsla fyrir safnmuni sem og til sýninga.  Húsið var fremur hrölegt þegar endurbyggingin hófst en er nú óðum að verða glæsilegt og ef miðað er við útlits  teikningar verður það stórglæsilegt.


  


Aníta sagði einnig frá tank sem fluttur var úr Olísportinu á safnlóðina, en hann á sér langa og merka sögu á Siglufirði, m.a. þá að á stríðsárunum var hann málaður eins og íbúðarhús til að villa um fyrir þjóverjum á flugi þar yfir.



Hún lýsti síðan öllum fasteignum safnsins, en þau sem eru ekki á  lóð safnsins eru:  Hlíðarhús, Andrésarhús og Slippurinn.

Aníta sagði frá safnkennslu sem þau standa fyrir og hvernig bókin Saga úr Síldarfirði, eftir fyrrverandi safnstjóra og prímus mótor, Örlyg Kristfinnsson væri notuð við kennsluna.

Aníta endaði svo fróðlega kynningu einmitt með að gefa klúbbnum eintak af bókinni, sem forseti tók við og þakkaði fyrir.

Aníta svaraði að lokum  nokkrum spurningum um hin ýmsu safnamál.

Erindið var afar fróðlegt og eru Anítu færðar bestu þakkir fyrir það.

Texti og myndir af fundi:  K.Haraldur Gunnlaugsson.  Aðrar myndir fengnar af vef síldarminjasafnsins „ sild.is“