Fréttir

19.2.2016

Rótarýdagurinn 2016.

Haldinn um allan heim laugardaginn 27. febrúar n.k.

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar mun í tilefni dagsins standa fyrir kynningu á Rótarýhreyfingunni  á Kaffi Klöru á milli kl.  15- 17 þann dag.

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar mun í tilefni dagsins standa fyrir kynningu á Rótarýhreifingunni  á Kaffi Klöru á milli kl.  15- 17 þann dag. Einkunnarorð Rótarýdagsins er fjölmenning og af því tilefni munu  Ave Kara Sillaots og Magnús G. Ólafsson spila lög frá ýmsum löndum.

Ljósmyndir úr starfi klúbbsins og afrit gamalla fréttabréfa verða á staðnum.  Kaffi Klara verður svo með "fjölmenningartapas" á dúndurverði.

 Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér starf Rótarý, fá sér kaffi og með því.