Gengið frá eftir hátíðirnar.
Í morgun mætti vaskur hópur rótarýfólks í kirkjugarðinn til að taka niður ljósakrossana og ganga frá þeim, auk þess var jólatré klúbbsins í garðinum fjarlægt.
Veðurfarið þennan veturinn hefur verið með ólíkindinum og varla er hægt að tala um að nokkuð hafi snjóað.
Veðurspáin fyrir næstu daga hér á Norðurlandi er hins vegar þannig að snjóað gæti nokkuð og þótti rétt að fara í þessa vinnu áður en snjó setti að, að einhverju gagni. Það er reyndar að öllu jöfnu gengið frá krossunum og jólatrénu fljótlega eftir þrettándann, en sjaldgæft að ekki þurfi að moka upp eitthvað af rafmagnslínunum eins og nú.
Óvenju og reyndar ótrúlega góð mæting var í þessa vinnu eins og sjá má á einni myndinni.
Næsta verkefni klúbbsins er að halda fund númer 3.000 frá stofnun, sem var 15. apríl 1955. Sá fundur verður haldinn fimmtudaginn 12. janúar og að sjálfsögðu verður haft eitthvað fínna við og tímamótanna minnst. Eins og venjulega þegar eitthvað stendur til er mökum klúbbfélaga boðið með. Frá viðburðinum verður væntanlega sagt hér á vefsíðunni, fljótlega eftir að honum lýkur.
Myndir og texti: K.Haraldur Gunnlaugsson.