Fréttir
Jólafundur.
Það er orðinn hefð að halda jólafund í klúbbnum, rétt fyrir jól og er það jafnan makafundur. Þá er reynt að hafa eitthvað fínna við, bæði hvað mat og dagskrá snertir. Í kvöld var einmitt þannig fundur og fjölmenntu félagar og gestir til hans.
Dagskráin hófst á borðhaldi, en að því loknu var fundur settur og hefðbundin fundarstörf fóru fram og því til viðbótar jólalaga spileríog söngur, þar sem forseti og formaður skemmtinefndar voru í broddi fylkingar.
Eftir að fundi var slitið sátu gestir rólegir yfir borðum, en einmitt þegar fólk fór að búa sig til heimferðar birtist "Kápukórinn" og söng jólakveðju til viðstaddra og fór kórinn svo jafn snöggt og hann kom, af afloknum söngnum. Sannarlega óvæntur og flottur endir á skemmtilegu kvöldi.
Sjá einnig:
https://www.facebook.com/rotaryOlafsfjordur/
Myndir og texti: K.Haraldur Gunnlaugsson.