Tíminn líður títt og ótt.
Tifar klukkan dag og nótt.
Jörðin snýst, eins það er,
árið líka hringinn fer...........
Eins og segir í kvæði Guðmundar Kristjánssonar; Hringferð ársins.
En það er annars að segja af klúbbfélögum frá síðasta innleggi að fjórir embættismenn; forseti, ritari, gjadlkeri og stallari sóttu glæsilegt umdæimsþing í Mosfellsbæ 6. 7. október s.l.
Þá hefur verið sett upp Facebook síða eða “ásjónussíða” eins og einhverjir kjósa að íslenska það orð. Er síðan hugsuð fyrir ýmsan fróðleik og myndir, til viðbótar við svæði klúbbsins á rotary.is. Hefur hún að sjálfsögðu fengið góðar viðtökur.
En ástæðan fyrir ljóðahlutanum í fyrirsögninni er sú, að kominn er tími fyrir klúbbfélaga að huga að samfélagsverkefnunum sem klúbburinn hefur séð um og tengjast jólum.
Í morgun mættu félagar í krikjugarðinn til að setja niður prikin sem ljósakrossarnir eru svo settir á. Næsta stórverkefni er rótarýtónleikar sem haldnir verða í Ólafsfjarðarkirkju, en óvíst er hvenær þeir verða. Svo koma jólaverkefnin eitt af öðru.
Mynd með fyrirsögn; Alda María Traustadóttir.
Texti og aðrar myndir; K.Haraldur Gunnlaugsson.