Fréttir

16.6.2017

Oddgeir Reynisson útibússtjóri í Fjallabyggð með erindi um Arionbanka.

Oddgeir Reynisson útibússtjóri Arionbanka í Fjallabyggð hélt erindi á rótarýfundi fimmtudagskvöldið 15. júní á vegum Alþjóðamálanefndar.

Hann byrjaði erindið  á að kynna sig m.a. þau störf sem hann hefur unnið í gegnum tíðina, enda til þess að gera nýkominn á þetta svæði.  Þá fór  hann yfir aðdraganda að sameingu sparisjóðanna á Ólafsfirði og Siglufirði við Arionbanka, sem fóru fram árið 2012 á Ólafsfirði og haustið 2015 á Siglufirði.  Eftir að seinni sameiningin var um garð gengin varð til útibú bankans í Fjallabyggð, með starfsstöðvar á Ólafsfirði og Siglufirði.

Oddgeir fór yfir þær breytingar sem voru gerðar eftir  að  útibú Arionbanka í Fjallabyggð varð til, þ.e. í nóvember 2015.  Hvernig að breytingunum var staðið og aðgerða sem grípa þurfti til í kjölfarið.  Hann kynnti starfsmenn í báðum starfsstöðum og fór svo yfir starfsemi Arionbanka í stórum dráttum og þá þjónustu sem þar er í boði, bæði hér á svæðinu og á landsvísu.

Gæði þjónustunnar eru honum mjög hugleikin og er hann mjög bjartsýnn fyrir hönd íbúa sveitarfélagsins Fjallabyggðar og nágrannasveita.

Í lokin svaraði hann spurningum fundarmanna og urðu talsverðar umræður um einstaka mál.

Eru honum færðar bestu þakkir fyrir heimsóknina og erindið.

 

Textir og (síma)myndir:  K.Haraldur Gunnlaugsson.