Fréttir

14.9.2017

Fróðlegt erindi um skíðaíþróttina.

Þjóðmálanefnd klúbbsins hafði erindi fundarins í kvöld 14. september með höndum og fékk hún Jón Viðar Þorvaldsson framkvæmdastjóra Skíðasambands Íslands til liðs við sig.

Jón Viðar fór yfir söguna, en Skíðasambandið var stofnað 1946 eftir að farið var að halda Skíðamót Íslands .  Fyrsta skíðamótið á Íslandi var haldið í Fljótum af Siglfirðingum og Fljótamönnum árið 1905.  En fyrsta Skíðamót Íslands var haldið i Hveradölum árið 1937 og hafa verið haldin árlega síðan, með tveimur undantekningum.

“Skíðasamband Íslands er samband héraðssambanda og íþróttabandalaga þeirra íþróttafélaga sem iðka, æfa og keppa í skíða- snjóbrettaíþróttinni.  Það hefur æðsta vald um sérgreinamálefni skíðaíþróttarinnar innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ”.  Eins og segir á vefsíðu sambandsins www.ski.is

Tilgangur sambandins er m.a   að hafa yfirstjórn á málefnum skíðaíþróttarinnar á Íslandi, gefa út reglur hafa yfirumsjón með mótum og fleira í þeim dúr.

Jón Viðar sagði frá þeim keppnisgreinum sem stundaðar eru á Íslandi, en þær eru alpagreinar, skíðaganga og snjóbretti.  Hann nefndi skíðastökk, en það lagðist af sem keppnisgrein á Íslandi 1995 og eru ekki merki um að það verði endurvakið í bráð.


Verefni skíðafólks, bæði innanlands og utan komu til umræðu,  m.a. landsliðsmál og feikilega mikil starfsemi sambandsins í útlöndum.  Fræðslu og útbreiðslumál ýmiss konar  Afreksmenn í gegnum tíðina voru nefndir, en þar koma Ólafsfirðingar mjög sterklega við sögu.  T.a.m. alpagreinamaðurinn Kristinn Björnsson sem náð hefur lengst íslenskra skíðamanna, auk skíðagöngumanna sem gert hafa garðinn frægann um áratuga skeið.Jón Viðar sýndi lista yfir þá Ólympíuleika sem Ólafsfirðingar voru keppendur á,  en það eru leikarnir 1956, 1960, 1980, 1984, 1992, 1994, 1998, 2002, 2006 og 2014. 

Næstu leikar verða 2018 og eru Ólafsfirðingar vongóðir um að eiga fulltrúa þar.Ýmis fleiri mál voru nefnd í erindinu og á meðan því stóð og eftir það  urðu ágætar umræður, enda fundarmenn vel heima í skíðamálum.  Þó nokkrir gamlir skíðameistarar og  olimpíufari eru meðal klúbbmeðlima,  varð úr hin ágætasta skemmtun.









                                                                                                                 Fundarmenn fylgdust með af áhuga.

       Frá skíðagöngumarkinu á Unglingameistaramóti Íslands 2015.

                           Á Andrésar andarlekum í Hlíðarfjalli 2017.

Þökkum við Jóni Viðari komuna og fyrir skemmtilegt og fróðlegt erindi.

Texti og myndir:  K.Haraldur Gunnlaugsson