Jólaljós og leiðalýsing
Ákveðið hefur verið að að ljós á „Rótarý trénu“ í kirjugarðinum verði tendruð kl. 20:00 þann 1. desember n.k. og einnig er gert ráð fyrir að kveikja á leiðakrossunum. Reiknað er með að sú samkoma verðið mest megnis eftir hefðinni. Sóknarpresturinn flytji hugvekju, kirkjukórinn syngi og félagar í klúbbnum lesi jólaguðspjallið.
Félagar eru eins og áður hefur verið nefnt hér á vefsíðunni, að vinna í að koma krossunum á sína staði og svo þarf að brasa í tengingum og öðru slíku sem þessu tilheyrir.
Það má einnig nefna að þá er svolítið verk að halda utan um skráningu á krossunum og hverjir biðji um, greiði og þess háttar. Ákveðið hefur verið að nú muni gjladið verða 3.500 kr. fyrir hvern kross og ef fólk vill gera breytingar eða að fá nýja er best að hafa samband við Ármann Þórðarson eða Óskar Þór Sigurbjörnsson.
Texti: K.Haraldur Gunnlaugsson
Myndir: K.Haraldur Gunnlaugsson: Frá "ljósa athöfninni" í desember 2015.