Fréttir
  • Kveikt á krossum.

24.11.2016

Dagskrá í kirkjugarði 1. desember.

Boðað hefur verið til hinnar árvissu „ljósa-tendrunar-athafnar“ í krikjugarðinum , fimmtudaginn 1. desember næstkomandi kl. 20:00.  Dagskráin þar, er eins og hefðin býður: 

Erindi sóknarprests, ritningavers og bænir,  kór Ólafsfjarðarkirkju syngur tvö lög,  félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar lesa upp fróðleik um aðventuljósin og svo verður kveikt á jólatréi klúbbsins og jafnframt á leiðakrossunum.

Eins og kunnugt er jólatréið gjöf rótarýklúbbsins til bæjarbúa líkt og verið hefur í marga áratugi.


Kveikt á krossum.Bæjarbúar eru hvattir til  að fjölmenna og taka í þessari hátíðlegu stund.


Texti og myndir:  K.Haraldur Gunnlaugsson