Fréttir

23.3.2017

Drónaflug;  erindi á fundi.

Rótarýfélagi okkar,  Magnús Ólafsson tónlistarmaður og skólastjóri Tónskóla Tröllaskaga var með erindi kvöldsins og fjallaði hann um myndatökur með drónum.  Magnús er mikill áhugamaður um tæknimál ýmisskonar og er vel heima í mörgu slíku, það nýjasta hjá honum er myndataka með drónum.  Hafði hann meðferðis dróna sinn á fundinn og sýndi og sagði fundarmönnum  frá hvernig  slík tæki virka, hvers þau eru megnug og hvaða gagn má hafa af þeim.  


Í lok erindisins sýndi Magnús dæmi um myndir sem hann hefur tekið á tækið s.l. 3 mánuði.

Að loknu erindi svaraði Magnús fyrirspurnum og urðu allnokkrar umræður um gagnsemi slíkra tækja, m.a. í fjárleitir, fyrir björgunarsveitir og fleira,   þá voru lög og reglur um drónaflug fundarmönnum nokkuð hugleikin, ásamt reyndar ýmsu fleiru.


Þetta var sérlega fróðlegt og skemmtilegt erindi og sýnir það ásamt þeim erindum sem hafa verið flutt að undanförnu, betur en margt annað hversu lifandi og skemmtilegur félagsskapur rótarýklúbburinn er.








Texti:  K.H.G.  Mynd af Magnúsi; K.H.G.  Aðrar myndir Magnús Ólafsson.